top of page

Lesefni frá Íslandi




Íslenskar rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa ýmsa snertifleti við iLIVE verkefnið sem Ísland er þátttakandi í. Hér verður kynnt rannsókn sem var gerð innan líknarmeðferðar og ber heitið: Spirituality as a Dimension of Palliative Care. An Icelandic Mixed Methods Study. Um er að ræða rannsókn sem var doktorsverkefni Guðlaugar Helgu Ásgeirsdóttur, sjúkrahúsprests á líknardeild Landspítala í Kópavogi. Rannsóknin notaðist bæði við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Verkefnið leiddi af sér ritun á fimm greinum sem birtust í alþjóðlegum, ritrýndum tímaritum. Helstu niðurstöður voru:


Andlegir, trúarlegir og tilvistarlegir þættir eru flóknir og snerta mismunandi svið mannlegrar tilveru.


Tengsl eru mikilvæg svo sem tengsl manneskjunnar við sjálfa sig, tengsl við aðra og þá sérstaklega mikilvægi fjölskyldutengsla sem og tengsl við veruleika handan manneskjunnar þ.e. Guð/æðri mátt.


Lífsgæði og andleg vellíðan fara saman þ.e. eftir því sem lífsgæði eru talin meiri því betri mælist andleg vellíðan.


Megináhersla guðfræðinnar í líknarmeðferð er að mæta manneskjunni í heild sinni og margbrotnum andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum hennar.


Hér má finna upplýsingar um greinarnar sem voru afrakstur doktorsverkefnisins.


Asgeirsdottir, G. H., Sigurdardottir, V., Gunnarsdottir, S., Sigurbjörnsson, E., Traustadottir, R., Kelly, E., Young, T. & Vivat, B. (2015). Spiritual well-being and quality of life among Icelanders receiving palliative care: data from Icelandic pilot-testing of a provisional measure of spiritual well-being from the European Organisation for Research and Treatment of Cancer.European Journal of Cancer Care. doi: 10.1111/ecc.12394.


Asgeirsdottir, Gudlaug Helga, Sigurbjörnsson, Einar, Traustadottir, Rannveig, Sigurdardottir, Valgerdur, Gunnarsdottir, Sigridur, Kelly, Ewan. In the shadow of death: existential and spiritual concerns among persons receiving palliative care. (2014). J of Pastoral Care Counsel,68 (1-2):4.


Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Einar Sigurbjörnsson, Ewan Kelly, Rannveig Traustadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir & Valgerður Sigurðardóttir. (2014) Out of the depths: theology and spirituality within palliative care. Studia Theologica - Nordic Journal of Theology, 68:2, 147-168. doi: 10.1080/0039338X.2014.961199.


Asgeirsdottir, Gudlaug Helga, Sigurbjörnsson, Einar, Traustadottir, RannveigSigurdardottir, Valgerdur, Gunnarsdottir, Sigridur, Kelly, Ewan. (2013). "To cherish each day as it comes": a qualitative study of spirituality among persons receiving palliative care. Support Care Cancer21 (5):1445-51.doi: 10.1007/s00520-012-1690-6.Vivat, Bella. Young, Teresa, Efficace, Fabio, Sigurdardóttir, Valgerđur, Arraras, Juan Ignacio,


Åsgeirsdóttir, Gudlaug Helga, Brédart, Anne, Costantini, Anna, Kobayashi, Kunihiko, Singer, Susanne. (2013). Cross-cultural development of the EORTC QLQ-SWB36: a stand-alone measure of spiritual wellbeing for palliative care patients with cancer. Palliat Med27(5):457-69. http://dx.doi.org/10.1177/0269216312451950.

37 views0 comments

Comments


  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Icono negro LinkedIn
bottom of page